Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2020

Forsetaritari

Forsetaritari

Laust er til umsóknar embætti forsetaritara. 

Forsetaritari stýrir embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Hann stýrir fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Forsetaritari annast fyrir hönd embættisins samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja.

Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, búi yfir fjölþættri reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum. Staðgóð þekking á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu er einnig æskileg. Þá skulu umsækjendur hafa afar gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti, auk færni í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli.

Um er að ræða fullt starf. Um laun forsetaritara fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Skipað verður í embættið til fimm ára, sbr. 23. gr. sömu laga. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Við það er miðað að nýr forsetaritari hefji störf 1. mars 2021.

Umsóknum skal skila til embættis forseta Íslands, Sóleyjargötu 1, 101 Reykjavík, merktum „Forsetaritari“, ekki síðar en 15. desember 2020. Einnig má senda þær rafrænt á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar um embætti forseta Íslands má finna á vefsetri þess, www.forseti.is

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Örnólfur Thorsson forsetaritari í síma 540-4400.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum