Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2020

Sérfræðingur í rannsóknum í félagsvísindum

Sérfræðingur í rannsóknum í félagsvísindum (tímabundin ráðning)

LÝSING:
Gæðaráð íslenskra háskóla (www.qef.is/about-us/) vinnur að áhrifamati á Rannsóknasjóði (www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/rannsoknasjodur) og leitar að sérfræðingi á sviði félagsvísinda með haldgóða reynslu af megindlegum og eigindlegum rannsóknum í það verkefni. Verkefnið er unnið af umræddum sérfræðingi undir yfirstjórn Gæðaráðsins sem er skipað erlendum sérfræðingum. Verkefnið felur í sér að meta áhrif sjóðsins með rannsóknaraðferðum félagsvísinda, þar á meðal könnunum, viðtölum og vinnu með gagnagrunna. Verkefnið er metið sem u.þ.b. hálft starf í 12 mánuði í verktöku (1.000 klst) og felur í sér verkstjórn tveggja annarra verktaka.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:
Þróun og umsjón með framkvæmd kannana og viðtala
Eftirfylgni með framvindu kannana og viðtala
Hönnun gagnagrunna eftir þörfum og úrvinnsla gagna úr fyrirliggjandi gagnagrunnum
Ákvarðanir um viðeigandi tölfræðilegar aðferðir
Gerð og kynning greininga og samantekta á niðurstöðum matsins
Skrif skýrslna um niðurstöður matsins
Verkstjórn tveggja verktaka sem eru ráðnir í hlutastarf

HÆFNIKRÖFUR:
Reynsla af stjórnun megindlegra og eigindlegra rannsókna 
Reynsla af umsýslu gagnasöfnunar
Færni í greiningar- og tölfræðihugbúnaði (t.d. SPSS, SAS, The MathWorks MATLAB)
Framúrskarandi færni í ensku (tal- og skrifmáli)
Þekking á algengum bókfræðilegum mælikvörðum (æskileg)
Þekking og reynsla af áhrifamati (æskileg)

AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Upphaf ráðningartíma er eftir samkomulagi.
Greidd eru verktakalaun skv. samkomulagi.
Ferilskrá á íslensku sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og 2 umsagnaraðila, sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd skal fylgja umsókn.
Umsóknir sendist á netfangið [email protected].

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Óli Sigurðsson ([email protected])

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2020.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum