Hoppa yfir valmynd
2. desember 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti skólameistara MS

Umsóknafrestur um embætti skólameistara Menntaskólans við Sund rann út 22. nóvember sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust þrjár umsóknir um embættið.

Umsækjendur eru:
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fyrrv. skólameistari
Helga Sigríður Þórsdóttir, konrektor
Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Ráðgert er að skipað verði í embætti skólameistara MS frá 15. febrúar 2021.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum