Hoppa yfir valmynd
22. desember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Breytingar á staðgreiðslu um áramót

Um áramótin mun síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga taka gildi. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17% í grunnþrepi og 23,5% í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga.

Samkvæmt lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt skal fjárhæð persónuafsláttar taka breytingu út frá margfeldi breytingar vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði og hlutfalls nýrrar grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga af grunnprósentu ársins áður, að útsvarsprósentu meðtalinni. Þá skulu þrepamörk tekjuskatts vera uppreiknuð í hlutfalli við hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Á grundvelli þess eru skatthlutföll og þrepamörk árið 2021 eftirfarandi.

2021

Prósenta í 1. þrepi:

31,45% (þar af 14,45% útsvar)

Prósenta í 2. þrepi:

37,95% (þar af 14,45% útsvar)

Prósenta í 3. þrepi:

46,25% (þar af 14,45% útsvar)

 

Á ári

Á mánuði

Persónuafsláttur:

609.509

50.792

Þrepamörk milli 1. og 2. þreps:

4.188.211

349.018

Þrepamörk milli 2. og 3. þreps:

11.758.159

979.847

Meðalútsvar á árinu 2021 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga 14,45% sem er hækkun um 0,01 prósentustig frá fyrra ári. Við staðgreiðslu ber launagreiðendum að miða við meðalútsvarshlutfallið. Af 69 sveitarfélögum munu 53 leggja á hámarksútsvar. Fjögur sveitarfélög munu leggja á lágmarksútsvar.

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða 168.230 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldagreiðslu launþega í lífeyrissjóð. Skattleysismörkin voru 162.398 kr. á mánuði árið 2020 og því er hækkun skattleysismarka 3,6% sem er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.

Í næstu töflu má sjá þróun helstu breyta tekjuskattskerfisins yfir þrjú ár.

Skatthlutföll, persónuafsláttur, þrepamörk og skattleysismörk í staðgreiðslu frá 2019

Skatthlutföll tekjuskatts til ríkis og sveitarfélaga (%)

2019

2020

2021

Tekjuskattur til ríkis

 

 

 

1. þrep

22,50%

20,60%

17,00%

2. þrep

31,80%

22,75%

23,50%

3. þrep

 

31,80%

31,80%

Meðalskatthlutfall útsvars (%)

14,44%

14,44%

14,45%

Skatthlutfall samtals í staðgreiðslu (%)

 

 

 

1. þrep

36,94%

35,04%

31,45%

2. þrep

46,24%

37,19%

37,95%

3. þrep

.

46,24%

46,25%

Persónuafsláttur (kr./mánuði)

 

 

 

Persónuafsláttur

56.447

54.628

50.792

Þrepamörk á mánuði (kr./mán)

 

 

 

Neðri mörk

927.087

336.916

349.018

Efri mörk

.

945.873

979.847

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars í staðgreiðslu (kr./mán)

 

 

 

Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds

152.807

155.902

161.501

Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds

159.174

162.398

168.230

Skattleysismörk tekjuskatts til ríkissjóðs (kr./mán)

 

 

 

Án tillits til frádráttar 4% iðgjalds

250.876

265.184

298.776

Með tilliti til frádráttar 4% iðgjalds

261.329

276.233

311.225

Tryggingagjald

Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9% í 4,65%. Er sú aðgerð tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.

Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35% í 6,10%, sbr. meðfylgjandi töflu.

Ár 2020 2021

Almennt tryggingagjald

4,90%

4,65%

Atvinnutryggingagjald

1,35%

1,35%

Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota

0,05%

0,05%

Markaðsgjald

0,05%

0,05%

Tryggingagjald, samtals

6,35%

6,10%

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum