Hoppa yfir valmynd
3. september 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um yfirtöku á Spkef sparisjóði

Fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag skýrslu um yfirtöku á SpKef sparisjóði, samkvæmt beiðni Birgis Þórarinssonar o.fl. Í skýrslunni er fjallað um eiginfjár- og lausafjárstöðu Sparisjóðsins í Keflavík þar til Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun um að ráðstafa eignum og skuldum hans til SpKef sparisjóðs. Skýrslan greinir einnig frá tveimur verðmötum á bókfærðu virði 200 stærstu lána SpKef sparisjóðs til fyrirtækja í ákveðnum atvinnugreinum. Þá svarar skýrslan spurningu um eftirlit ríkissjóðs á ráðstöfun Landsbankans á yfirteknum lánum og hvort höfuðstóll ríkisskuldabréfs sem gefið var út til bankans fyrir mismun eigna og skulda sparisjóðsins hafi tekið breytingum sem endurspegla endurheimt yfirtekinna lána. Ekki reyndist unnt að svara öllum þáttum skýrslubeiðninnar, m.a. vegna þess að umleitunum ráðuneytisins eftir gögnum sem nauðsynleg voru til að svara þeim var hafnað á grundvelli trúnaðar og þagnarskyldu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira