Hoppa yfir valmynd
6. desember 2022 Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir sýningu um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur

  - myndMynd: Gunnar Elísson

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að veita 15 milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til sýningar um forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur.

Stjórnvöld og Háskóli Íslands undirrituðu í fyrra viljayfirlýsingu um samstarf um sýningu tengda lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur sem sett yrði upp í gömlu Loftskeytastöðinni. Unnið hefur verið að undirbúningi og hönnun sýningarinnar og er stefnt að því að hún verði opnuð í apríl á næsta ári.

Áður hefur ríkisstjórnin styrkt verkefnið um alls rúmar 28 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu en menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hafa einnig veitt styrki til verkefnisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum