Hoppa yfir valmynd
12. desember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Áhættuþættir fjármálastöðugleika kynntir á fundi fjármálastöðugleikaráðs

Fjármálastöðugleikaráð hélt fjórða fund ársins 2022 mánudaginn 12. desember. Seðlabankinn hélt kynningu á áhættuþáttum fjármálastöðugleika. Fram kom að alþjóðlegar efnahagshorfur hafi versnað og óvissa aukist, einkum í Evrópu. Vanskil eru mjög lítil en áhyggjur eru um að aukin skuldsetning heimila samfara hækkandi vaxtastigi geti valdið auknum vanskilum. Fasteignaverð er hátt og líkur á leiðréttingu verðs hafa aukist. Eiginfjárstaða bankanna er sem fyrr sterk og arðsemi af reglulegum rekstri þeirra hefur aukist. Vaxtaálag á erlendum útgáfum bankanna hefur hækkað mikið og markaðsaðstæður eru krefjandi. Rætt var um gjaldeyrismarkaðinn og stöðu lífeyrissjóða.

Seðlabankinn hélt einnig kynningu á stöðu fjármálainnviða með áherslu á verkefni um innlenda, óháða smágreiðslulausn. Þá var gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegrar netöryggisæfingar um fjármálainnviði og fjallað um undirbúning að annarri netöryggisæfingu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti vinnu við gerð viðbúnaðaráætlunar ráðuneytisins sem snertir öll ábyrgðarsvið þess. Áætlunin er hluti af stærra verkefni sem stýrt er af Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra um samræmd vinnubrögð við viðbúnaðaráætlanir allra ráðuneyta.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum