Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Málþing um upplýsinga- og miðlalæsi 16. febrúar

Opið málþing um upplýsinga- og miðlalæsi verður haldið í Grósku þann 16. febrúar kl. 09:00-12:00. Málþingið er viðburður í sérstakri fræðsluviku tileinkaðri upplýsinga- og miðlalæsi sem haldin verður í fyrsta skipti á Íslandi vikuna 13.-17. febrúar.

Fjölmiðlanefnd stendur að verkefninu og er ætlunin að gera vikuna að árlegum viðburði þar sem áhersla verður lögð á vitundarvakningu á mikilvægi upplýsinga- og miðlalæsis ásamt því að bjóða upp á nýtt fræðsluefni með mismunandi þema milli ára.

Takmarkað sætaframboð er í boði í salnum og geta þeir sem vilja skráð sig á málþingið hér. Fyrir þá sem komast ekki verður málþingið einnig í boði í streymi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar málþingið og við tekur svo aðalfyrirlesari þess, Stephanie Comey, sérfræðingur á sviði miðlalæsis og aðstoðarforstjóri írsku fjölmiðlastofnunarinnar (BAI). Fyrirtæki á borð við Meta og Google eru með evrópskar höfuðstöðvar sínar í Írlandi og falla því undir eftirlit írsku fjölmiðlastofnunarinnar.

Dagskrá málþingsins má finna í heild sinni með því að smella á myndina hér að neðan:

  • Málþing um upplýsinga- og miðlalæsi 16. febrúar - mynd úr myndasafni númer 1

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum