Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðalúthlutun úr safnasjóði 2023

Aðalúthlutun úr safnasjóði 2023 - myndÓlafur Hannesson

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur samþykkt tillögu safnaráðs um aðalúthlutun úr safnasjóði 2023 upp á 153.010.000 krónur. Því hefur alls verið úthlutað 209.510.000 krónum úr safnasjóði árið 2023 með öndvegisúthlutunum sem þegar höfðu verið tilkynntar fyrir árin 2021-2023 og 2022-2024.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu í gær.

Styrkir til eins árs voru 101 talsins að heildarupphæð 136.510.000 til 50 styrkþega. Öndvegisstyrkir 2023-2025 til viðurkenndra safna voru fimm talsins og skiptast svo: fyrir árið 2023 kr. 16.500.00, fyrir árið 2024 kr. 21.500.000 og fyrir árið 2025 kr. 11.500.00.

Alls bárust sjóðnum 155 umsóknir frá 50 aðilum, frá 47 viðurkenndum söfnum, tveimur félagasamtökum og einum einstaklingi. 143 þeirra voru umsóknir um eins árs styrki að heildarupphæð 258.491.662 krónur og 12 þeirra voru umsóknir um öndvegisstyrki að heildarupphæð 137.650.00 krónur fyrir allan styrkjatímann 2023-2025.

Lista yfir alla styrki og styrkþega má finna á vef safnaráðs.

  • Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Þjóðminjasafninu í gær.  - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum