Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Undirritaði samning við Nýlistasafnið

Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, halda á samningnum í sýningarsal safnsins í Marshallhúsinu. - mynd

Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, hafa undirritað nýjan samning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við safnið fyrir árið 2023.

„Nýlistasafnið er frábær sýningarstaður með virka rödd sem hefur vægi í menningarlífi þjóðarinnar. Það gegnir einnig mikilvægu varðveisluhlutverki og hefur síðustu áratugi tekist að varðveita mörg af merkustu nútímaverkum okkar Íslendinga,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Nýlistasafnið er listamannarekið safn og sýningarrými sem hefur það að markmiði að varðveita og sýna samtímalist og vera vettvangur tilrauna og alþjóðlegrar umræðu um myndlist. Safnið var stofnað árið 1978 af hópi listamanna og er því eitt elsta safn og sýningarrými í Evrópu sem er í umsjón listamanna.

Á meðal markmiða samningsins er að styrkja Nýlistasafnið sem vettvang nýrra strauma og tilrauna í myndlist og stuðla að gagnrýnni skoðun á og umræðu um samtímamyndlist á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum