Hoppa yfir valmynd
29. mars 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Mælti fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Alþingi - myndHeilbrigðisráðuneytið
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum á Alþingi í gær. Í áætluninni er megináhersla lögð á forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræna, samþætta og notendamiðaða þjónustu, notendasamráð og nýsköpun með bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land að leiðarljósi.

Aðgerðaáætlunin byggist á stefnu Alþingis í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Líkt og þar kemur fram skal heilbrigðisráðherra leggja fram aðgerðaáætlun til fimm ára í senn sem skal endurskoða árlega. Stefnan sjálf vísar veginn til umbóta, breytinga, þróunar og nýsköpunar á sviði geðheilbrigðismála en með áætlun um aðgerðir er útfært ýtarlega hvernig stefnunni verður hrint í framkvæmd.

Víðtækt samráð

Aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum byggist á yfirgripsmikilli undirbúningsvinnu og gagnagreiningu. Víðtækt samráð hefur átt sér stað við gerð hennar og drög að aðgerðaáætluninni voru unnin í samvinnu heilbrigðisráðuneytis og samráðshóps helstu haghafa í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok síðasta árs. Alls bárust 27 umsagnir og voru umsagnaraðilar jákvæðir og fögnuðu þeim megináherslum sem fram koma í áætluninni.

Til að aðgerðaáætlunin nái fram að ganga er nauðsynlegt að farsælt samráð og samstarf verði á milli heilbrigðisráðuneytis, annarra ráðuneyta, heilbrigðisstofnana og annarrar heilbrigðisþjónustu, jafnt opinberrar sem einkarekinnar og við góðgerðar­stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög og aðra velferðarþjónustu við framkvæmd geðheil­brigðis­stefnu. Þá skal lögð áhersla á samþættingu áætlunarinnar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum þar sem það á við til að ná fram markmiðum stefnu í geðheilbrigðismálum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum