Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2023 Forsætisráðuneytið

Daníel Svavarsson nýr skrifstofustjóri á skrifstofu samhæfingar og stefnumála

Daníel Svavarsson - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Daníel Svavarsson skrifstofustjóra á skrifstofu samhæfingar og stefnumála í forsætisráðuneytinu. Daníel mun flytjast úr embætti skrifstofustjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á grundvelli heimildar í lögum um Stjórnarráð Íslands og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Daníel er með meistaragráðu í hagfræði og doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Gautaborgarháskóla. Hann var skipaður skrifstofustjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í maí á síðasta ári en áður starfaði hann m.a. hjá Seðlabanka Íslands um fimm ára skeið og var aðalhagfræðingur Landsbankans í 12 ár.

Daníel tekur við embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu 15. maí nk. og tekur hann við af Hermanni Sæmundssyni sem nýverið var skipaður ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins.

Skrifstofa samhæfingar og stefnumála í forsætisráðuneytinu gegnir samhæfingarhlutverki í lykilverkefnum sem ganga þvert á ráðuneyti. Skrifstofan styður einnig við stefnumótun ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta og stofnana, fylgir eftir stefnu ríkisstjórnarinnar, hefur yfirumsjón með sjálfbærri þróun og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, velsældaráherslum og þjónustar ráðherranefndir. Þá á skrifstofan í virkum samskiptum við aðila vinnumarkaðarins, Þjóðhagsráð, Seðlabankann og Hagstofu Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum