Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stjórnunar- og verndaráætlun Goðafoss staðfest

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfestir stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Goðafoss. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Goðafoss.

Goðafoss er vinsæll ferðamannastaður og þangað kemur fjöldi ferðamanna allan ársins hring. Markmiðið með verndun svæðisins er að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan, m.a. með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn, vegna fegurðar og sérkenna og útivistargildis svæðisins.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „ Goðafoss er með vatnsmestu fossum landsins og ein af okkar helstu náttúruperlum. Megin markmið stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um.“

Í stjórnunar- og verndaráætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára, en áætlunin var unnin í samstarfi Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda.

Þjóðsaga segir að Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði hafi varpað goðalíkneskjum sínum í fossinn i kjölfar þess að honum hafi verið falið það hlutverk að ná lögsáttum milli heiðinna manna og kristinna og hann hafi tekið upp nýjan sið. Af þessu á Goðafoss að hafa dregið nafn sitt.

Stjórnunar- og verndaráætlun Goðafoss


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum