Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vinnustofa um samstarfsvettvang á sviði netöryggis

Frá vinnustofunni. - mynd

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóð nýverið fyrir vinnustofu um samstarfsvettvang á sviði netöryggis en eitt af lykilviðfangsefnum Netöryggisstefnu Íslands er að styrkja og formgera samstarf innan stjórnkerfisins sem og á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Yfirskrift vinnustofunnar var Mótun vettvangs um samstarf stjórnvalda og atvinnulífs á sviði netöryggis en í Netöryggisstefnunni er áhersla lögð á mótun vettvangs um víðtækt samstarf þessara aðila sem og annarra hagaðila er varðar upplýsingamiðlun og hlutverk.

Markmið vinnustofunnar var að hefja mótun vettvangs sem stuðlar að auknu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs (e. Public-Private Partnership). Ætlunin er að slíkur vettvangur gæti m.a. gegnt mikilvægu hlutverki í mótun og framfylgd stefnu stjórnvalda í netöryggismálum, t.a.m. með deilingu á sérfræðiþekkingu, sem brú á milli einkageirans og hins opinbera og stuðningi við þarfir þegar að samstarfi kemur. Vinnustofan var fyrsta skrefið í mótun slíks vettvangs. Í kjölfarið verður unnið út frá umræðum og hugmyndum sem fram komu á vinnustofunni til þess að setja samstarfsvettvang um netöryggi á laggir.

Vinnustofuna sóttu fulltrúar netöryggisráðs, fulltrúar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og annarra ráðuneyti, fulltrúar eftirlitsstofnana mikilvægra innviða skv. lögum um netöryggi. Auk þess sátu fulltrúar nokkurra ríkisstofnana og -fyrirtækja vinnustofuna ásamt fulltrúum frá hinum ýmsum samtökum atvinnulífsins. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum