Hoppa yfir valmynd
31. maí 2023 Utanríkisráðuneytið

Þjálfun úkraínskra hermanna í bráðameðferð á stríðssvæðum

Ísland hefur hafið þátttöku í þjálfunarverkefni fyrir úkraínska hermenn sem Bretland leiðir. Verkefnið miðar að því að þjálfa leiðbeinendur í bráðameðferð á stríðssvæðum, sem geta þá miðlað þekkingu sinni áfram til annarra hermanna.

Reynslan hefur leitt í ljós að rétt viðbrögð á vígvellinum geta aukið mjög lífslíkur og batahorfur þeirra sem særast í átökum. „Við erum stolt að geta lagt okkar að mörkum til þessa mikilvæga verkefnis sem vonandi getur dregið úr hörmungum stríðsátakanna og þeim skaða sem árásarstríð Rússlands er að valda íbúum Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi og taka leiðbeinendur frá Slökkviliði höfuðborgarasvæðisins, sem hafa sérþjálfun sem bráðatæknar, þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands.

  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum