Hoppa yfir valmynd
12. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Norðurlanda á Ísafirði

Utanríkisráðherrar Norðurlanda á Ísafirði - myndJohannes Jansson/norden.org

Utanríkisráðherrar Norðurlanda koma saman til reglubundins sumarfundar á Ísafirði í vikunni. Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda, og því fer fundurinn fram hér á landi.

Ráðherrarnir koma til Ísafjarðar í kvöld en eiginlegur fundur þeirra fer fram í Edinborgarhúsinu í fyrramálið. Á meðal helstu umræðuefna eru málefni Úkraínu, samskiptin við Rússland og ástand mannúðarmála og staða kvenna í Afganistan.

Að fundi loknum halda ráðherrarnir í skoðunarferð á Bolafjall.

Sumarfundur utanríkisríkisráðherra Norðurlanda fór síðast fram á Íslandi í Borgarnesi árið 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum