Hoppa yfir valmynd
24. júní 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp um málefni RÚV

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins (RÚV).

Hópnum er ætlað að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins (RÚV) með það að markmiði að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR).

Hópinn skipa Karl Garðarsson (formaður), Steindór Dan Jensen fulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis og Óttar Guðjónsson fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum