Hoppa yfir valmynd
25. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada funda í Vestmannaeyjum

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Veronica Thörnroos, formaður landsstjórnar Álandseyja, Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja. - mynd

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada komu til Vestmannaeyja í kvöld. Árlegur sumarfundur norrænna forsætisráðherra fer fram þar á morgun en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sérstakur gestur fundarins.

Dagskráin hófst í kvöld þar sem forsætisráðherrar Íslands, Kanada, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hittust á fundi í Ráðhúsi Vestmanneyja til að ræða stöðuna í Rússlandi í kjölfar nýjustu atburða.

Fyrr í kvöld átti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tvíhliða fund með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þar ræddu þau m.a. um samvinnu og samstarf landanna á sviði stjórnmála, menningar og viðskipta. Forsætisráðherrarnir ræddu einnig um málefni innflytjenda og flóttafólks, umhverfismál og græna orku. Þá ræddu þau stöðuna í alþjóðamálum.

Fyrr í dag átti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tvíhliða fund með Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands. Orpo tók við embætti sl. þriðjudag og er ferð hans til Íslands fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis. Á fundinum var m.a. rætt um tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, stöðu öryggis- og varnarmála í Evrópu, umhverfismál og málefni norðurslóða.

Fleiri myndir eru á flickr-síðu forsætisráðuneytisins

  • Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. - mynd
  • Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir fund þeirra í Ráðherrabústaðnum í dag. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum