Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Bólusetningar í apótekum

Bólusetningar í apótekum - myndStjórnarráðið

Í samstarfi heilbrigðisráðuneytisins og  Lyfju hefur verið undirbúið  tilraunaverkefni  um bólusetningar í apótekum sem lyfjafræðingar munu annast. Markmiðið er að bæta þjónustu við notendur, auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu,  létta álagi af heilbrigðisstofnunum og efla hlutverk lyfjafræðinga innan heilbrigðiskerfisins.

Samningur um verkefnið er til hálfs árs og snýr að bólusetningum við Covid. Gert er ráð fyrir að bólusett verði í a.m.k. tveimur apótekum Lyfju og að bólusetningar verði allt að 5.000 á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefnið hefjist næsta haust um það leyti sem hefðbundnar inflúensubólusetningar hefjast.

Heilbrigðisráðuneytið efndi fyrir nokkru til námskeiða þar sem lyfjafræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir fengu kennslu í því að bólusetja. Námskeiðin voru vel sótt og eiga eftir að nýtast vel þeim lyfjafræðingum sem munu vinna við tilraunaverkefnið þegar það hefst í haust.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum