Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Auglýst eftir tilnefningum til Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti 2023

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti - mynd

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti sem afhent verður í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi.

Viðurkenningin verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Sigríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og náttúruverndarsinni sem lagði mikið á sig í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd.

Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytinu á netfangið [email protected] í síðasta lagi 21. ágúst 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum