Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt á starfsemi tónlistarskóla

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir hér með eftir aðilum til að taka að sér verkefni á sviði úttektar á starfsemi tónlistarskóla á haustmisseri 2023. Verkefnið skal innt af hendi á tímabilinu október til desember. Um er að ræða stofnanaúttektir og almenna gagnasöfnun. Í verkefninu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi tónlistarskóla með hliðsjón af gildandi lögum og aðalnámskrá, m.a. stjórnun, innra starf, aðstöðu, samskipti innan skóla og við aðila utan skólans, þjónustu við nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og umbætur í skólastarfi. Verður það m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við aðalnámskrá tónlistarskóla og ákvæði 12. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði í höndum úttektarteymis. Mikilvægt er að a.m.k. einn einstaklingur í teyminu hafi nokkurra ára reynslu af kennslu við tónlistarskóla en má þó ekki vera starfandi í tónlistarskóla á skólaárinu 2023-2024. Saman skal teymið hafa menntun og reynslu á sviði úttekta og tónlistarkennslu. Einstaklingar, teymi, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um. Ekki verða ráðnir einstaklingar sem starfa í tónlistarskólum eða á vegum skólaþjónustu sveitarfélaga.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast ráðuneytinu fyrir 21. ágúst 2023, merkt „Úttekt á starfsemi tónlistarskóla“. Nánari upplýsingar veita Védís Grönvold á skrifstofu greininga og fjármála og Óskar H. Níelsson á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum