Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Ólafur Baldursson leiðir verkefni um framtíð læknisþjónustu á Íslandi

Ólafur Baldursson leiðir verkefni um framtíð læknisþjónustu á Íslandi - myndMynd: Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðherra hefur falið dr. Ólafi Baldurssyni framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala að leiða verkefnið „Framtíð læknisþjónustu á Íslandi“.
Hans hlutverk er að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni.

Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og  hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti.

Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum