Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með fyrsta ráðherra Skotlands

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Humza Yousaf, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar. - myndMynd: The Scottish Government

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Humza Yousaf, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, í Edinborg.

Á fundinum ræddu þau tvíhliða samstarf landanna, m.a. á sviði grænna orkulausna, menntamála og málefna hafsins, og tækifæri til aukinnar samvinnu. Þá ræddu ráðherrarnir sérstaklega málefni velsældarhagkerfisins en Ísland og Skotland eru meðal þátttökulanda í WEGo samstarfinu (e. WellBeing Economy Governments) ásamt Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Wales. Þar hefur Skotland verið í forystuhlutverki.

„Ísland og Skotland eiga sér langa sameiginlega sögu. Það eru ýmis tækifæri til að auka enn frekar samstarf landanna, ekki síst á sviði orku- og umhverfismála. Þar geta löndin deilt þekkingu og reynslu. Samstarfið um velsældarhagkerfið er líka mjög mikilvægt en þar hefur samstarf Íslands og Skotlands verið mjög þétt og skilað miklum árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum