Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2023 Innviðaráðuneytið

Ólafur Árnason skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar

Ólafur Árnason. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september nk. Fjórir umsækjendur voru um embættið en hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

Ólafur er með meistaragráðu í umhverfismati, umhverfisstjórnun og skipulagsmálum frá Oxford Brookes háskóla og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Ólafur hefur starfað síðustu tvo áratugi að skipulagsmálum og umhverfismati sem stjórnandi og ráðgjafi en einnig sinnt kennslu og rannsóknum. Hann hefur m.a. verið stjórnandi bæði hjá Eflu hf. og Skipulagsstofnun. Síðastliðið ár var Ólafur settur forstjóri Skipulagsstofnunar og þar áður var hann forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun og staðgengill forstjóra.

Þriggja manna hæfnisnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfaði í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hafði til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum