Hoppa yfir valmynd
15. september 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Störf hjá UNESCO fyrir unga sérfræðinga

Íslenska UNESCO nefndin auglýsir eftir umsóknum um störf hjá UNESCO í tengslum við UNESCO Young Professionals Programme 2023. Um er að ræða störf annaðhvort í höfuðstöðvum stofnunarinnar í París eða á einhverri af starfsstöðvum hennar með möguleika á endurnýjun samnings að loknum níu mánaða reynslutíma.

Umsækjendur þurfa að vera 32 ára eða yngri (fæddir eftir 1. jan. 1991) og hafa framhaldspróf á háskólastigi í grein sem viðkemur starfi stofnunarinnar t.d. menntun, menningu, vísindum, félagsvísindum, mannauðsstjórnun, fjármálum, fjölmiðlun, lögfræði, alþjóðasamskiptum, viðskiptum, upplýsingatækni, þróunarfræði, sálfræði eða stjórnmálafræði. Mjög góð kunnátta í ensku eða frönsku er skilyrði og kunnátta í báðum tungumálum er mikill kostur.

Vinsamlegast sendið ferilskrá, ekki lengri en eina blaðsíðu, á netfangið [email protected] fyrir 15. október n.k. Íslenska UNESCO nefndin og fastanefnd Íslands gagnvart UNESCO í París munu fara yfir umsóknirnar og senda að hámarki nöfn 15 umsækjanda áfram til UNESCO. Í kjölfarið munu þessir umsækjendur geta fyllt inn rafræna umsókn á vef stofnunarinnar sem svo metur hæfni þeirra og ræður í stöðurnar.

Ef óskað er frekari upplýsinga um UNESCO Young Professionals Programme og ráðningarferlið hafið þá vinsamlega samband við Ms. Annick Grisar, yfirmann mannauðsmála hjá UNESCO: [email protected]


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum