Hoppa yfir valmynd
6. október 2023 Matvælaráðuneytið

Ráðstefna um sjálfbærni í fiskeldi haldin 11. október

Ráðstefna um sjálfbærni í fiskeldi haldin 11. október - myndiStock/jirivondrous

Matís stendur fyrir ráðstefnu um sjálfbærni í fiskeldi á Grand Hótel í Reykjavík frá 8.30 til 16.00, miðvikudaginn 11. október.

Á ráðstefnunni er sérstök áhersla lögð á nýtingu hliðarstrauma og sjálfbært fóður. Hliðarstraumar eru þau nýtanlegu verðmæti sem til falla við framleiðslu í formi hráefnis, orku eða úrgangs.

Eftirtaldir sérfræðingar frá Norðurlöndunum á sviði fullnýtingar, sjálfbærni og nýrra innihaldsefna í fóðri munu halda erindi.

  • Friederike Ziegler frá RISE í Svíþjóð fjallar um umhverfisáhrif fiskeldis.
  • Sveinn Agnarsson frá Sjókovin og Háskóla Íslands ræðir hagrænar áskoranir og stefnumörkun í tengslum við notkun nýpróteina í fiskafóður.
  • Rasa Slizyte frá Sintef í Noregi, Paul Morris frá Mowi Feed, Heikki Keskitalo frá EnferBio í Finlandi og Jana Pickova frá SLU í Svíþjóð fjalla um mismunandi ný innihaldsefni í fóðri.
  • Pavle Estrajher frá Arctic protein fjallar um áskoranir sem fylgja 100% nýtingu á tilfallandi hliðarstraumum í eldi.
  • Gunnvør á Norði frá Fiskaaling í Færeyjum fjallar um mögulega nýtingu sameldis á bláskel og fiskeldis sem mótvægisaðgerð til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Rúnar Þórarins frá Jarðlífi segir frá notkun hliðarstrauma úr landeldi til framleiðslu á lífdísel.
  • Frá Nofima í Noregi kemur Runar Gjerp Solstad og fjallar um mögulega nýtingu laxablóðs.
  • Frá fyrirtækinu Bioretur kemur Hermund Ramsøy og fjallar um hringrásarhagkerfið og nýtingu fiskeldismykju.
  • Sumhesh Sukumara frá Biosustain í Danmörku fjallar um verðmæt lífefni.
  • Danielle Neben frá Unbroken fjallar um leið fyrirtækisins að þróun fæðubótarefna úr laxi og hvað fyrirtækið hefur lært af þeirri vegferð.

Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og hefur meðal annars lagt áherslu á málefni hafsins, sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Ráðstefnan er hluti þeirrar vinnu og er ætlað að auka norrænt samstarf á þessum sviðum.

Ráðstefnan er öllum opin. Skráningargjald er 5.000 kr og eru veitingar innifaldar. Einnig verður streymt frá ráðstefnunni.

Dagskrá má sjá hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum