Hoppa yfir valmynd
20. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum efst á baugi á utanríkisráðherrafundi í Alsír

Nauðsyn þess að styrkja alþjóðakerfið og samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja á viðsjárverðum tímum var efst á baugi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Afríkuríkja sem fór fram í Alsír 17. og 18. október. 

Anna Jóhannsdóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra, sótti fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra og stýrði þriðju fundarlotunni, ásamt utanríkisráðherra Zimbabwe, þar sem rætt var um fjölþjóðlega samvinnu og styrkingu tengsla milli Afríkuríkja og Norðurlanda innan alþjóðastofnana.

Utanríkisráðherra Alsír var gestgjafi fundarins sem var sá tuttugasti í röðinni af þessu tagi en hann er haldinn árlega og til skiptis í Afríku og á Norðurlöndum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum