Hoppa yfir valmynd
25. október 2023 Matvælaráðuneytið

Einföldun á reglugerð vegna dragnótaveiða kynnt í samráðsgátt

Að höfðu samráði við Útvegsmannafélag Þorlákshafnar (ÚÞ) og að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sett í samráðsferli breytingu á reglugerð vegna dragnótaveiða við Suðurströnd Íslands.

Gert er ráð fyrir að reglugerðarlokunum fækki úr sjö í tvær, en í innsendu erindi ÚÞ til ráðherra var óskað eftir fyrrgreindum breytingum til að einfalda reglur og gera veiðar hagkvæmari og umhverfisvænni.

Samkvæmt reglugerðardrögum yrðu fyrrgreindar breytingar ákveðnar til fimm ára og reglugerðin endurskoðað að þeim tíma liðnum.

Reglugerðardrögin má sjá hér í samráðsgátt.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum