Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Íslenskan er aðalmálið: kynningarfundur 29. nóvember

Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn nk. miðvikudag, 29. nóvember kl. 11 í Hörpuhorni Hörpu. Fundurinn var upprunalega fyrirhugaður á öðrum tíma en vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti að finna honum nýja stund.

Þingsályktunartillaga menningar- og viðskiptaráðherra um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 verður brátt lögð fram á Alþingi. Ráðherrar sem sæti eiga í ráðherranefnd um málefni íslenskunnar munu kynna áherslumál og forgangsverkefni sín á fundinum sem er öllum opinn.

Nefndin var sett á laggirnar í nóvember 2022, að tillögu forsætisráðherra. Hlutverk hennar er að efla samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast.

Auk forsætisráðherra eiga menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fast sæti í nefndinni.

Athugið að frétt hefur verið uppfærð með nýrri tímasetningu fundar. Ný tímasetning er miðvikudagurinn 29. nóvember kl.11 í Hörpuhorni í Hörpu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum