Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2023 Forsætisráðuneytið

Hjálparsamtök styrkt í aðdraganda jóla

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að veita tíu hjálparsamtökum sem starfa hér á landi styrk í aðdraganda jóla eins og gert hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni nemur styrkurinn alls átta milljónum króna og skiptist hann jafnt á milli hjálparsamtakanna tíu.

Þau hjálparsamtök sem um ræðir eru: Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands, Rauði krossinn á Íslandi og Samhjálp.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum