Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Unnið að eflingu samfélagsins í Dalabyggð

Starfshópinn um Dalabyggð skipa þau Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Halla Steinólfsdóttir, bóndi og Sigurður Rúnar Friðjónsson formaður hópsins. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra um framgang þeirra mála í Dalabyggð, sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, með það að markmiði að efla samfélagið.

Eiga tillögur starfshópsins m.a. að snúa að jarðhitaleit, aukinni orkuöflun og flutningskerfi raforku. Jafnframt verði hugað að stofnun þjóðgarðs á svæðinu, minjavernd, eflingu hringrásarhagkerfisins og grænni atvinnuuppbyggingu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Á fundi sem ég átti nýlega með sveitastjórnarfólki í Dalabyggð óskaði það stuðnings ráðherra við að styrkja svæðið. Starfshópurinn sem nú hefur verið skipaður á að koma með tillögur um hvernig efla megi Dalabyggð til búsetu, sem áfangastaðs ferðamanna og hvernig stuðla megi að fjárfestingum á svæðinu til uppbyggingar á grænni atvinnustarfsemi samhliða grænni orkuöflun á svæðinu.“

Starfshópinn skipa:

Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður,

Halla Steinólfsdóttir, bóndi,

Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.

 

Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu mun starfa með hópnum.

Starfshópurinn á að skila tillögu til ráðherra fyrir 15. mars 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum