Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2023

Norræn-baltnesk viðskiptasamkoma í Nýju-Delhí.

Vel tókst til með þátttöku Íslands í Norræn-baltnesku viðskiptasamkomunni í Nýju-Delhí 22. - 23. nóvember 2023, sem var skipulögð af indverska utanríkisráðuneytinu og Samtökum  atvinnulífsins (CII) með um 500 þátttakendum. Sendiráðið í Nýju-Delhí annaðist skipulagningu af Íslands hálfu.  Dr. S. Jaishankar utanríkisráðherra opnaði samkomuna og vék m. a. að samvinnu við Ísland um jarðvarmaorku og tveimur verkefnum á því sviði, auk þess sem Piyush Goyal utanríkisviðskiptaráðherra  ræddi fríverslunarmál. Indversk stjórnvöld leggja nú töluverða áherslu á efla pólitískt og viðskiptalegt samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin, enda hafa viðskiptin vaxið verulega. Nú eru starfandi um 700 fyrirtæki frá NB8 á Indlandi. Benedikt Höskuldsson formaður íslenska hópsins sagði fjárfestingar einkageirans afar mikilvægar í því að ná markmiðum loftslagssamningsins. Guðni Bragason sendiherra sagði samstarf um græna orku vera forgangsverkefni sendiráðsins og hvatti til aukinnar þátttöku kvenna í atvinnulífinu.

Myndir: 1) Forstöðumenn sendinefnda, þ. á m. Benedikt Höskuldsson sérstakur loftslagsfulltrúi. 2) Guðni Bragason sendiherra, 3) Nokkrir þátttakendur: Tómas Hansson forstjóri Geotropy, Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi, Kristín Anna Tryggvadóttir staðgengill sh., Edda Björk Ragnarsdóttir yfirmaður viðskiptaþróunar Carbfix, Guðni Bragason sendiherra, Benedikt Höskuldsson sérstakur loftslagsfulltrúi, Kristinn Ingi Lárusson yfirmaður markaðsmála Carbfix. 4) Bjarni Richter yfirmaður markaðsmála ÍSOR.

  • $alt
  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum