Hoppa yfir valmynd
8. desember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lok samráðs um frumvarpsdrög vegna slita ógjaldfærra opinberra aðila og niðurstöður skiptiútboðs ÍL-sjóðs

Drög að frumvarpi til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila 

Opnu samráði í tengslum við drög að frumvarpi til heildarlaga um slit ógjaldfærra opinberra aðila er nú lokið. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í október sl. líkt og greint var frá í frétt ráðuneytisins. Fram komnar umsagnir hafa nú verið yfirfarnar og niðurstöður samráðsins eru birtar á vef samráðsgáttarinnar.

Skiptiútboð á vegum ÍL-sjóðs 

Í dag fóru fram tvö skiptiútboð á vegum ÍL-sjóðs þar sem eigendum íbúðabréfaflokkanna HFF34 og HFF44 gafst möguleiki á að skipta bréfunum út fyrir ríkisskuldabréf í eigu ÍL-sjóðs. Útboðin voru í umsjón verkefnastjórnar ÍL-sjóðs í samstarfi við Lánamál ríkisins. Öll eign sjóðsins í RIKS30 að markaðsvirði um 20 ma.kr. var nýtt til að kaupa í flokki HFF34 en framkomin tilboð hljóðuðu upp á um 28 ma.kr. Í skiptiútboði RIKS33 og HFF44 var öllum framkomnum tilboðum tekið að fjárhæð um 18 ma.kr. Nánari upplýsingar er að finna í tilkynningu sjóðsins í Kauphöll.

Uppgjör fer fram nk. þriðjudag og við það lækka skuldir sjóðsins um sem nemur 38 ma.kr. og við það dregur úr neikvæðum vaxtamuni sjóðsins. Í ljósi eftirspurnar umfram framboð í útboðum dagsins er til skoðunar hjá verkefnisstjórn ÍL-sjóðs að efna til frekari markaðsaðgerða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum