Hoppa yfir valmynd
11. desember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjórði fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023

Fjórði fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2023 fór fram mánudaginn 11. desember.
Á fundinum var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Meðal annars þróun á húsnæðismarkaði, skuldastöðu bæði heimila og fyrirtækja, fjármögnun banka erlendis, ferðaþjónustu og gjaldeyrisforða. Þá var fjallað um lífeyrissjóði og þjóðhagsvarúðarsjónarmið. Málefni ÍL-sjóðs voru einnig til umræðu. Á sviði viðbúnaðar- og innviðamála var fjallað um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar, þar á meðal innlenda smágreiðslulausn og reiðufé sem þrautavaralausn. Á fundinum var gerð grein fyrir störfum skilavalds frá síðasta fundi ráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum