Hoppa yfir valmynd
18. desember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Enn vantar húsnæði til leigu fyrir Grindvíkinga

Leigutorg fyrir íbúa Grindavíkur var opnað fyrir rúmri viku en þar geta þau sem sérstaklega vilja styðja við Grindvíkinga boðið eignir sínar til útleigu. Samkvæmt nýjustu tölum eru skráðar eignir á leigutorginu eru 162 og þegar hafa 44 leigusamningar farið þar í gegn. Enn vantar þó fjölbreyttari eignir, bæði eftir gerð og staðsetningu, til að allir Grindvíkingar hafi öruggt skjól yfir jól og áramót. Skortur er á fleiri stærðar- og verðflokkum til að koma til móts við fjölbreytt samfélag Grindavíkur en t.a.m. er talsverður skortur á eignum þar sem gæludýr eru velkomin. Þau sem vilja styðja við Grindvíkinga fram yfir áramót eru hvött til að skrá eignir sínar á leigutorgið.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum