Hoppa yfir valmynd
18. desember 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra bauð samráðsvettvangi um jafnréttismál til fundar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. - myndMynd/Stjórnarráðið

Hatursorðræða var til umræðu á þriðja fundi samráðsvettvangs um jafnréttismál í Hannesarholti 6. desember sl. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð til fundarins en skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal samráðsvettvangurinn kallaður saman minnst einu sinni á ári.

Forsætisráðherra flutti ávarp í upphafi fundarins og María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá Embætti ríkislögreglustjóra, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og formaður Rauða krossins á Íslandi, fluttu erindi um málefnið. 

Þáttur fræðslu og vitundarvakningar í tengslum við baráttu gegn hatursorðræðu var sérstaklega ræddur sem og mikilvægi þess að taka ávallt tillit til tjáningar- og skoðanafrelsis í samhengi við hatursorðræðu.

Hlutverk samráðsvettvangs um jafnréttismál er að vera forsætisráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti eiga rétt til þátttöku í samráðsvettvangnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum