Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2024 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku) auk þingsályktunartillögu í samráðsgátt

Ráðuneytið hefur í dag birt drög að frumvarpi til breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku) auk tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Frumvarpið og þingsályktunartillagan er í samræmi við niðurstöður þriggja manna starfshóps sem skipaður var 11. júlí 2022, til að vinna að þeim markmiðum að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku þar sem áhersla er lögð á að þau byggist upp á afmörkuðum svæðum þar sem unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif, sbr. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Frumvarpið og þingsályktunartillöguna er hægt að nálgast á vefslóðinni: https://samradsgatt.island.is/  og þar er einnig hægt að koma að umsögnum, athugasemdum og ábendingum um málið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum