Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fréttaannáll fjármála- og efnahagsráðuneytisins árið 2023

Á árinu 2023 komu mörg mál til kasta fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ofarlega á baugi voru verkefni sem lutu að því að vinna að þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að beita ríkisfjármálunum með markvissum hætti til að sporna gegn verðbólgu og hækkun vaxta. Ráðherraskipti urðu í ráðuneytinu í október þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra af Bjarna Benediktssyni.

Á árinu var þungi í vinnu við að áframhaldandi stafvæðingu þjónustu og ferla sem Stafrænt Ísland fer fyrir. Stofnunum sem fluttu vefi sína á Ísland.is hélt áfram að fjölga og voru þær orðnar um 25 i lok ársins. Þá má nefna að Mínar síður Ísland.is, sem er stækkandi þjónustusvæði fyrir almenning og fyrirtæki, hlutu verðlaun á Íslensku vefverðlaununum.

Meðal annarra verkefna sem voru á borði ráðuneytisins á síðasta ári var vinna að nýrri nálgun fjármögnunar vegakerfisins með framlagningu lagafrumvarps um kílómetragjald, sem samþykkt var undir lok ársins.

Á síðari hluta ársins komu ýmis mál sem tengdust jarðhræringum á Reykjanesskaga á borð ráðuneytisins. Hafði ráðuneytið breiða aðkomu – m.a. vegna tryggingamála, húsnæðismála og byggingar varnargarða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum