Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Jón Arnór Stefánsson er formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf.

Jón Arnór Stefánsson - mynd

Jón Arnór Stefánsson, fyrrum afreksíþróttamaður í körfuknattleik, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Stjórn Þjóðarhallar ehf. skipa fimm einstaklingar. Ríki og borg tilnefna tvo fulltrúa hvort sem sitja í stjórn ásamt formanni. Þeir eru:

  • Helga Sigurrós Valgeirsdóttir
  • Þórey Edda Elísdóttir
  • Ómar Einarsson
  • Ólöf Örvarsdóttir

Varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Greint var frá undirritun samnings ríkis og borgar um stofnun félagsins í gær. Það er 55% í eigu ríkisins og 45% í eigu Reykjavíkurborgar.

Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að hefja forval fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu mannvirkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum