Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðastyrki fyrir 2024

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum til ferðastyrkja til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn var stofnaður 1995 í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sænskt-íslenskt samstarf, gagnkvæm menningarsamskipti og upplýsingar um sænska og íslenska menningu og samfélagsmál. Sjóðurinn veitir á ári hverju ferðastyrki fyrir tvíhliða samstarf milli landanna, aðallega á sviði menningar, menntunar og rannsókna.

Við úthlutun ferðastyrkja árið 2024 hafa þær umsóknir forgang, sem tengjast sænsk-íslenska menningarárinu sem fer fram árið 2024 bæði í Svíþjóð og á Íslandi.
Upplýsingar um sænsk-íslenskt menningarár má finna hér: https://svenskislandskafonden.se/samarbetsfonden-tar-initiativ-till-svensk-islandska-kulturdagar-2024/

Ferðastyrkurinn getur numið allt að 8.000 sænskum krónum á mann. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar n.k., klukkan 23:59 að sænskum tíma (klukkan 22:59 að íslenskum tíma). Tengiliður sjóðsins er Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir í netfangi: [email protected].

Umsókn skal skila rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.svenskislandskafonden.se

Leiðbeiningar fyrir umsóknir má finna hér á vef Stjórnarráðsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum