Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tómas Brynjólfsson settur ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Tómas Brynjólfsson. - mynd

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála, í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins til 31. mars næstkomandi.

Guðmundur Árnason lét af embætti ráðuneytisstjóra um áramót og verður senn auglýst eftir nýjum ráðuneytisstjóra.

Tómas er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics.

Hann var skipaður skrifstofustjóri í ráðuneytinu árið 2018. Áður hafði hann m.a. verið stjórnandi á EFTA-skrifstofunni í Brussel og unnið að efnahags- og fjármálamarkaðsmálum í stjórnarráðinu frá árslokum 2008.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum