Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2024 Utanríkisráðuneytið

Uppfærsla á fríverslunarsamningi EFTA-ríkjanna og Síle í höfn

EFTA-ríkin og Síle hafa komist að samkomulagi um uppfærslu á fríverslunarsamningi ríkjanna, sem tók gildi árið 2004. Áformað er að undirrita samninginn formlega í júní, á næsta ráðherrafundi EFTA í Genf.  

Í samningnum felst nú frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Síle. Við gildistöku samningsins  falla niður tollar í Síle af  flestum iðnaðarvörum sem framleiddar eru hér á landi og þá bætast við tollfríðindi fyrir ýmsar helstu útflutningsafurðir Íslands í landbúnaði.  

Auk þessa var nýjum köflum um viðskipti og sjálfbæra þróun, rafræn viðskipti og fjármálaþjónustu bætt við samninginn og nú er í fyrsta sinn í fríverslunarsamningi á vegum EFTA kafli um lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem m.a. er kveðið á um upplýsingagjöf til fyrirtækja um samninginn.  

EFTA-ríkin, Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss, hafa gert 30 fríverslunarsamninga við alls 41 ríki. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum