Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024

Frá úthlutunarviðburðinum í gær.  - myndLeifur Wilberg

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaáðherra úthlutaði þann 23. janúar úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024 alls 176.335.000 kr. Úthlutun fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum.

Í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 bárust sjóðnum alls 150 umsóknir frá 49 aðilum að heildarupphæð rúmar 312 milljónir króna fyrir árið 2024.
Veittir voru 107 styrkir til eins árs að heildarupphæð 166.335.000 kr. til 46 styrkþega og tvær öndvegisumsóknir fá auk þess styrk fyrir árið 2024.

Skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.

Úthlutunin úr safnasjóði var haldin í kjölfar Ársfundar höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt safnaráði í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

„Úthlutunin úr safnasjóði endurspeglar þá miklu breidd sem er í safnastarfi hringinn í kringum landið. Söfn gegna mikilvægu hlutverki í menningarlífi þjóðarinnar, bæði að vernda og miðla sögu okkar og menningararfi og kynna hann fyrir erlendum ferðmönnum sem heimsækja landið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lista yfir alla styrki og styrkþega má finna á síðu sjóðsins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum