Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2024 Utanríkisráðuneytið

Viðbrögð utanríkisráðherra vegna niðurstöðu alþjóðadómstólsins

Viðbrögð utanríkisráðherra vegna niðurstöðu alþjóðadómstólsins  - myndUN Photo/ICJ-CIJ/Frank van Beek

Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi af mannúðarástæðum í yfirstandandi átökum til þess að lina þjáningar íbúa Gaza. Ákvörðun Alþjóðadómstólsins í dag um bráðabirgðaráðstafanir er til marks um þá neyð sem ríkir á Gaza og skyldur stríðandi fylkinga til að vernda borgara.

Íslensk stjórnvöld virða ákvörðun dómstólsins og kalla eftir því að farið verði eftir henni.

Mest aðkallandi er að koma á varanlegri lausn á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vernda þarf almennra borgara á Gaza, veita þeim næga mannúðaraðstoð og endurheimta alla gísla. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum