Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland.is tilnefnt til UT-verðlauna

Ísland.is er tilnefnt til UT-verðlaunanna 2024 í flokknum „UT-Stafræna opinbera þjónustan 2023“ en UT-verðlaunin verða afhent á föstudag. 

Í umsögn vegna tilnefningarinnar segir m.a. að einfaldleiki og gott aðgengi einkenni Ísland.is þrátt fyrir flókið samspil fjölda opinberra aðila bæði efnislega og tæknilega.

„Yfir 250 manns standa að baki Ísland.is samfélaginu og miðla til verkefnisins en slíkt krefst mikils aga til að allir vinni að sama markmiði. Fjöldamörg verkefni verið unnin hjá Sýslumönnum s.s. rafrænar þinglýsingar, forskráning vegabréfa, stafræn dánarbú o.fl. Þessi vinna skilar sér í aukinni skilvirkni og þjónustu. Þá hafa 25 stofnanir og opinber verkefni flutt vefi sína á Ísland.is og annar eins fjöldi þegar hafið innleiðingu. Að baki Ísland.is er sömuleiðis að finna umsóknarkerfi sem talar við Mínar síður og Ísland.is appið, þjónustusíður sem styðja við algegnar spurningar notanda, spjallmenni sem leysir úr fyrirspurnum notanda. Ísland.is kemur fólki beint að efninu og sífellt fleiri opinberar þjónustur er hægt að klára að fullu í sjálfsafgreiðslu,“ segir í umsögninni.

Verðlaunin verða afhent á UT-messunni á föstudag. Auk Ísland.is fengu Hugaverkastofan og Skipulagsgátt hjá Skipulagsstofnun tilnefningu í sama flokki og Ísland.is


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum