Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Listvinnzlan: inngildandi og skapandi vettvangur fyrir fatlað fólk

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tók á móti fulltrúm Listvinnzlunar til að ræða málefni inngildingar og listsköpununar fatlaðs fólks.

Listvinnzlan var stofnuð árið 2022 með það að markmiði að vinna að inngildandi lista-, menningar-, mennta- og atvinnulifi þar sem öll tilheyra.

Starfsemin felst meðal annars í aðstoð við listsköpun fatlaðs fólks með ýmsum hætti eins og vinnuaðstöðu, að taka að sér verkefni og ráðgjöf, svo sem með stuðningi við listafólk við þátttöku í listalífinu eins og með sýningarhaldi og sölu verka.

„Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeirri miklu gerum sem á sér stað í menningarlífi þjóðarinnar. Listvinnzlan og allt það öfluga menningarstarf sem fatlað fólk stendur fyrir er ein birtingarmynd þess. Það er mikilvægt að tryggja öllum aðgengi að listsköpun og menningu, en slíkt skilar sér með mjög jákvæðum hætti til samfélagsins, sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum