Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2024 Matvælaráðuneytið

Tilboðsmarkaður 1. apríl 2024 með greiðslumark í mjólk

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað hefur verið fyrir tilboð. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. mars nk.

Vakin er athygli á breytingu á reglugerð nr. 348/2022 sem tók gildi 1.janúar 2024 er varðar markaðsframkvæmd. Kaupandi skal inna af hendi greiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins eigi síðar en 20 dögum eftir markaðsdag en að öðrum kosti falla kaupin niður, sbr. 7. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar. Andvirði greiðslumarksins greiðist seljendum þegar kaupendur hafa staðið skil á greiðslum og uppgjöri viðskipta er lokið.

Allar nánari upplýsingar um markaðinn má finna á Afurð og mar.is.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum