Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2024

Ísland aðili að Lífefnaeldsneytisbandalaginu.

Ísland gerðist aðili að hinu Alþjóðlega lífefnaeldsneytisbandalagi hinn 20. febrúar 2024, þegar Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri undirritaði aðildarskjal þess efnis í Nýju-Delhí ásamt NN ráðuneytisstjóra í indverska olíumálaráðuneytinu. Bandalagið (Global Biofuels Alliance) er hnattrænt bandalag ríkja og alþjóðastofnana, sem stofnað var til 2023 að frumkvæði Indverja á maðan á formennsku þeirra í G-20 ríkjahópnum stóð. Því er ætlað að hraða sjálfbærri nýtingu lífefnaeldsneytis með samvinnu um tækni á því sviði og vera miðstöð sérþekkingar.

Viðstödd voru einnig Esha Shrivastava hinn indverski formaður verkefnahóps Íslands og Indlands um jarðvarmanýtingu og endurnýjanlega orkugjafa og Guðni Bragason sendiherra.

  • Ísland aðili að Lífefnaeldsneytisbandalaginu. - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum