Hoppa yfir valmynd
11. mars 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úkraínskir þingmenn heimsóttu menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu heimsótti ráðuneytið í morgun. - mynd
Sendinefnd þingmanna frá Úkraínu sem skipa vinahóp Íslands á Úkraínuþingi kom til landsins í dag. Hópurinn heimsótti í morgun menningar- og viðskiptaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur.

Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér viðskipti og ferðamál en sendinefndina skipa Arseniy Pushkarenko, varaformaður utanríkismálanefndar, Artem Kunaiev, fjárlaganefnd, Oleksandr Lukasheva, efnahagsnefnd, Olga Strepochenko, yfirmaður alþjóðasamskipta og Evrópusamvinnu og Mykhailo F. Brodovych, sendiherra og ráðgjafi utanríkisráðherra Úkraínu.

Staða viðskiptamála og aukin tvíhliða samskipti landanna, meðal annars milli þjóðþinga ríkjanna voru meðal þess sem rætt var um. Ráðherra undirstrikaði einnig skýran vilja Íslendinga til þess að halda áfram að styðja við Úkraínu í ljósi innrásar Rússa í landið og mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði og mannréttindi á krefjandi tímum í alþjóðamálum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum