Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2024 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðuneytið gefur út handbók um siðareglur ráðherra

Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra. Bæði er leitast við að gera grein fyrir siðferðilegri þýðingu einstakra greina og útlista hvaða kröfur þær fela í sér. Markmið með handbókinni er að veita ráðherrum leiðbeiningar um efni siðareglnanna til að styðja við siðferðilega umhugsun. 

Ríkisstjórnin samþykkti þann 5. desember 2023 siðareglur ráðherra, nr. 1346/2023, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Þær voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 8. desember sama ár. Siðareglur ráðherra veita leiðsögn um það hvers konar framganga hæfir svo veigamiklu embætti en jafnframt gefa þær almenningi færi á að bera hegðun ráðherra saman við skráðar og útgefnar reglur. Þeim er ætlað að stuðla að trausti almennings á stjórnsýslunni.

Handbók um siðareglur ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum